17.5.2007 | 00:25
Eru jafnaðarmenn og vinstrimenn hættulegir landi og þjóð?
Sjálfstæðismenn hafa mikið gert úr því að vinstri stjórn á Íslandi sé þjóðinni hættulegt og tekur Sigurður Kári það upp í pistli sínum hér. Sem venjulegur launamaður, íslenzkur sveitastrákur og kjósandi í Norðurlandskjördæmi eystra er ég eiginlega yfir mig bit á svona málflutningi. Sigurður Kári er á engan hátt yfir mig hafinn og heldur ekki þá sem ég veitti atkvæði mitt í nýafstöðnum kosningum. Einhversstaðar þætti þetta sjálfbyrgingsháttur.
Hvað felst svo í að halda því statt og stöðugt fram að meint vinstri stjórn sé landinu hættuleg? Ég furða mig á svona ummælum úr garði alþingismanns. Veit ekki betur en að vinstri menn og jafnaðarmenn sé að finna allstaðar í samfélaginu, fólk sem vinnur sín störf af heilindum og fagmennsku ekkert síður en t.d. framsóknarmenn eða sjálfstæðismenn. Ríkisstjórn Íslands er þar engin undantekning og hún er í sjálfu sér ekkert merkilegri en venjulegt heimilishald þar sem konur eru oftast kjölfestan í góðum ráðahag. Ég held að það væri því nær að fá fleiri konur til að sjá um ríkishaldið, þær virðast hafa mun betri sýn á það sem skiptir máli í lífinu heldur en karlarnir. Og skiptir þá flokkspassi engu máli. Fleiri konur í ríkisstjórn: Þorgerði Katrínu, Guðfinnu Bjarnad., Ingibjörgu Sólrúnu, Katrínu Júlíusdóttur, Siv Friðleifsdóttur, Valgerði Sverrisdóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Álfheiði Ingadóttur. Geir mætti þess vegna sitja við háborðið og ráða afstöðu heimilisins til Britney Spears og Runna forseta.
Um bloggið
Þorsteinn Egilson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.