Ákall til Samfylkingarinnar

Nú, þegar lítur út fyrir að xS gangi til stjórnarmyndunar við xD, á ég þá heitu ósk að Samfylkingin geri sér far um að hefja stjórnarandstöðuna til vegs og virðingar á Alþingi. Eins og Samfylkingarmenn þekkja, og hafa ítrekað kvartað yfir, var tilhneyging fráfarandi ríkisstjórnar að misvirða og virða að vettugi góð og mikilvæg mál stjórnarandstöðunnar.

Gefið eins mikið ráðrúm til samstarfs við komandi stjórnarandstöðu og unnt er. Verið minnug þess að flokkarnir sem mynda næstu stjórnarandstöðu hafa verið kosnir og valdir af fjölda fólks og gefið þeim grið með fjölda góðra mála sem þeir lögðu upp með í kosningabaráttunni. Sýnið kjósendum þessara flokka virðingu.

Samfylkingin rak mjög málefnalega kosningabaráttu og ég vona að það eigi sér framhaldslíf innan nýrrar ríkisstjórnar með xD. -Sýnum að áherzlan á jafnaðarmennsu og félagshyggju er ekki ábyrgðarlaust hjal með hunangsmýktu munnvatni rétt fyrir kosningar.´

Sjálfur hefði ég kosið að fá hér upp vinstri stjórn og margir hafa bent á að sá möguleiki var fyrir hendi. Því miður virðist sem Steingrímur J hafi aðeins misst jafnvægið í einhvers konar fyrirtíðarspennu og ég er á þeirri skoðun að rétt sé að bíða annars tækifæris til að mynda ríkisstjórn með VG og þess vegna Framsókn ef með þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Egilson

Höfundur

Þorsteinn Egilson
Þorsteinn Egilson
Jarðvísindamaður, tveggja barna faðir og áhugasamur um velferð heimsins. Forfallinn hestamaður og hrossaræktarfíkill

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC01494
  • Aron
  • DSC01477
  • DSC01616
  • Eyf1240

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 253

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband