xD og xV

Jæja, þá er talningunni lokið og, fyrir þá sem sátu á jöfnunarmannarússíbananum, spennandi kosninganótt.

Úrslitin eru skýr:

Vinstri grænir og sjálfstæðismenn vinna afgerandi kosningasigra -Til hamingju með það.

Lýðræðisleg viðbrögð:

Virði menn lýðræðið einhvers þá eiga þessir tveir flokkar að koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Það er ákveðinn kostur við þess konar ríkisstjórn að hún er líkleg til að verða mynduð á pólitískra hrossakaupa. Menn þurfa að takast á um forgangsröðun grundvallarþátta er varða samfélags- og velferðarmál og miðað við framang t.d. xD í kosningabaráttunni þá ætti það ekki að verða erfitt! Svo hefur mér skilizt að báðir flokkar séu hlynntir fækkun ráðuneyta.

Útkoma xD er á sinn hátt viðurkenning á ákveðinni endurnýjun sem fór fram á sumum framboðslistum þeirra fyrir nýafstaðnar kosningar. Það er því tilhlýðilegt að Björn Bjarnason fái hvíld frá ráðherraembættum í nýrri ríkisstjórn. Sá er orðinnn hvíldarþurfi sem fellir þann dóm yfir eigin verkum á þau séu "hafin yfir gagnrýni".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Egilson

Höfundur

Þorsteinn Egilson
Þorsteinn Egilson
Jarðvísindamaður, tveggja barna faðir og áhugasamur um velferð heimsins. Forfallinn hestamaður og hrossaræktarfíkill

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSC01494
  • Aron
  • DSC01477
  • DSC01616
  • Eyf1240

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband