12.5.2007 | 06:04
Góður dagur
Þá er hann runninn upp, laugardagurinn 12. maí þessa árs. Dagur sem á einn eða annan hátt skipar mismikilvægum örlögum og dagur sem allmargir hafa miðað nánustu framtíð sína við. Frambjóðendur stjórnmálaflokkanna hafa undanfarið staðið í ströngu við að kynna sitt eigið ágæti, en -nú er komið að okkur kjósendum með husjónir, drauma og sannfæringu fyrir betra Íslandi að vopni. Óska frambjóðendum stjórnmálaflokkanna góðs gengis og velfanaðar í starfi -innan eða utan þings.
Kjörstaðurinn minn er í Hrafnagilsskóla, Eyjafirði, og ég stefni að því að fara, eins og venjulega, ríðandi á kjörstað. Það finnst mér þjóðlegur og góður siður. Grobbhaninn hér til hliðar er að vísu heldur ungur ennþá!!
Óska kjósendum öllum og frambjóðendum þeirra góðs dags
Um bloggið
Þorsteinn Egilson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.