29.5.2007 | 06:49
Sumariš kom kl. 11
Vešur hefur mikil įhrif og margir eru aušvitaš mjög svo uppteknir af vešri. Og stundum hafa menn haft miklar įhyggjur af góšur vešri. Hér ķ Eyjafirši er norš-austan įttin holdgervingur veturs og ótķšar. Suš-vestan įttin er hins vegar hlżjuberinn mikli.
Af bónda einum hér ķ sveit er sögš įgęt saga. Svo bar til į mišjum vetri aš stöšuga suš-vestan įttin gerši meš litlum fyrirvara. Glöddust menn almennt yfir žessum bśauka. Bóndanum okkar varš hins vegar ekki um žetta og geršst ę žyngri ķ sinni sem sumarįttin góša geysaši lengur. Skildu menn lķtiš ķ gešbrigzlum granna sķns og höfšu af žeim įhyggjur. Gekk svo langt aš gengiš var eftir žvķ viš bónda hvaš žaš vęri sem legši aš honum svo mikinn kvķša -og žaš ķ svo mildri tķš. Svaraši bóndi žvķ til um suš-vestan įttina aš ekki yrši hśn bermileg žegar hśn kęmi til baka!
Sumariš kom hins vegar hér į Grund laugardaginn 26. maķ, klukkan 11
Um bloggiš
Þorsteinn Egilson
Fęrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.