10.5.2007 | 16:32
Klappstýrurnar hjá xD að fara á taugum?
Nú er gaman
Hver xD-arinn af fætur öðrum geysist nú fram í hræðsluáróðrinum sem mest hann má. Í þessum málflutningi leynist hreint ótrúlegt virðingarleysi við samborgarana og okkur, hinn almenna kjósanda. Mér er eiginlega misboðið.
Ég kýs ekki xD og það er minn réttur. Sumir vina minna kjósa meira að segja xB og það er þeirra réttur.
Reyndar hélt ég að xD hefði langa og góða (öllu heldur illa) reynzlu af því að úthróp með passaðu þig, passaðu þig á kommúnistunum snérust upp í andhverfu sína að þeir gerðu ekki slíka vitleysu. Halda xD-arar virkilega ennþá að kjósendur séu fífl? -Hafa menn ekkert lært?
-Af hverju varð Bjarni dómprófastur ekki-forseti?
-Hverjir fældu kjósendur til VF á lokasprettinum 1980 þegar beina átti Alberts- og Pétursmönnum yfir til Guðlaugs?
Hræðsluáróðurinn "Stórhætta á vinstri stjórn" er reyndar svolítið hjákátlegur og endurspeglar miklu fremur persónulegar áhyggjur manna af því að missa stöðu sína við kjötkatlana heldur en raunverulegar áhyggjur þeirra af "tilræði við lýðræðið og kjörin í landinu". xD hefur ekki sízt flokka boðað samfélags- og velferðarpólitík fyrir þessar kosningar. Það er vonandi ekki úlfur, úlfur í sauðsgæru!
Ágæta xD fólk. Kannski eru úthróp ykkar og hræðsluáróður skyndisóknin sem við jafnaðar og félagshyggjufólk þurfum á lokaspretti kosningabaráttunnar. Þannig að þegar öllu er á botninn hvolft: Í guðanna bænum hrópið hærra svo það heyrist betur!!
Áðan var staðan 4-0 en það er nú þannig í boltanum að maður fær ekki mörkin skráð sem lenda í eigin marki.
Um bloggið
Þorsteinn Egilson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.