4-0 og pakkað í vörn ?

Það var skemmtilegt komment á frammistöðu GHH í kosningaþætti á Stöð 2 miðvikudagskvöld að hann væri fjögur núll yfir og hefði pakkað í vörn! Datt strax í hug hvort mágur hans hefði tekið við leikstjórninni !!!

Það var gaman að fylgjast með þættinum. Allir þessir formenn meina vel en það er eins og gengur, mismunandi aðstæður sem þeir vinna við. Að sumu leyti sýnist mér ISG vera að endurheimta sig sem helzt í hendur við málefnalegan og metnaðarfullan framgang xS í þessari kosningabaráttu. Þar á bæ boða menn fagnaðarerindið á grunni jafnaðar og famsækni, og, hafa náð að hrista af sér vandræðalegar uppákomur í aðdragandi kosningabaráttunnar.

Ómar er sér líkur -ótrúlega sannur hugsjónamaður með hóp af góðu fólki í kringum sig. Og, þó xI nái ekki inn til Alþingis þá hefur innkoma þeirra vissulega haft áhrif á umræðuna um umhverfismálin -og mun gera áfram.

Steingrími fatast ekki tungan -og honum fatast heldur ekki samkvæmni við sjálfan sig, hann er sjálfum sér og sinni stefnu trúr. Þrátt fyrir ungan aldur, þá er SJS orðinn gamall í pólitík. xV hefur verið í sókn þar sem ungt, vel gefið og verulega frambærilegt fólk er orðið meira áberandi, flokksstarfinu og ímyndinni til framdráttar. Mér finnst að sumu leyti Steingrímur, og ekki sízt Ögmundur, allt að því vera farnir að flækjast fyrir. Það má þó alls ekki vanmeta þá vakningu sem er hjá xV og nái þeir, eins og allt lítur út fyrir, að rúmlega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, þá er það auðvitað frábær árangur.

Guðjón Arnar er góður maður. Hann vill vel (er hægri krati eins og ÖssurCool) en þeim í xF tekst illa að losa sig við einsmáls-stimpilinn, og það sem verra er, það gætir ákveðinnar uppgjafar hjá þeim í því máli.

JS er í erfiðri stöðu sem er að hluta til sjálfsköpuð. Fyrir mér kemur hann inn á sjónarsviðið sem leikbrúða Halldórs Ásgrímssonar og meints flokkseigendafélags. Það getur ekki verið til álitsauka út fyrir lokaðan klúbb að hunza flokksþing og kjör varaformanns þar með því að varaformaður taki ekki við þegar formaður hættir. Valdhroki segir einhver.

Kosið er eftir tvo daga. Í tiltölulega viðamikilli könnun með 2400 í úrtaki næst rúmlega 60% svarhlutfall. Þetta getur því farið hvernig sem er. Ég spái að þeim farnist bezt sem raunvirði rétt hvers kjósanda og sýni honum auðmýkt og geri sér gein fyrir því að hann er EKKI fífl.

Og, það skyldi þá ekki fara svo að GHH fái á sig nokkur mörk í uppbótartíma !??!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorsteinn Egilson

Höfundur

Þorsteinn Egilson
Þorsteinn Egilson
Jarðvísindamaður, tveggja barna faðir og áhugasamur um velferð heimsins. Forfallinn hestamaður og hrossaræktarfíkill

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC01494
  • Aron
  • DSC01477
  • DSC01616
  • Eyf1240

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 284

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband