22.1.2008 | 06:19
Hið stutta pólitíska nef VÞV
Því miður er ekki hægt að segja að útundanstökk ÓFM komi á óvart, það er eitthvað sem legið hefur í loftinu allt frá því hann tók aftur sæti sitt í borgarstjórn.
Það ætti kannski að koma á óvart hversu VÞV afhjúpar í enn eitt skiptið pólitíska skammsýni en trúlega var það fyrirsjáanlegt líka. Maður sem hefur verið svona lengi í pólitík ætti að hafa meiri reynzlu en svo láta undan tímabundinni sældartilfinningu hefndarinnar -sem varir svo stutt, svo stutt. Síðan er það forvitnileg spurning hve margar pólitískar sjálfsmorðstilraunir þurfi til að klára málið.
Sjálfstæðisflokkurinn er víðtæk valdastofnun um allt land og innan hans starfar að sjálfsögðu fullt af hæfu, öflugu og áhugasömu fólki. En, þegar kemur að Reykjavík í dag þá finnst mér með ólíkindum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn nær að lítillækka sig og sína kjósendur, sem eru margfalt fleiri en þessir örfáu sem ÓFM státar af. Hvernig leið borgarfulltrúum xD raunverulega standandi í beinni útsendingu sjónvarps fyrir aftan nýja borgarstjóraefnið lesa orðrétt upp úr kosningaplaggi xF fyrir síðustu kosningar? -Alla vega var enginn sældarsvipurinn á þeim. Að ÓFM skuli við þessar aðstæður vera gerður að borgarstjóra er skrumkæld útfærzla á lýræðinu.
Ég verð að viðurkenna mig hissa á því að xD skuli sýna það ábyrgðar- og dómgreindarleysi að ganga til meirihlutasamstarfs við einn mann sem er ekki einu sinni í samskiptum eða samráðum við sína eigin meintu meðverkamenn. -Á hvað eru þeir að leggja sitt traust?
Það vekur athygli að formaður xD hefur, enn sem komið er, ekki tjáð sig um þessa útfærzlu VÞV á meirihluta í borginni og ég hef meiri trú á GHH en svo að honum sé endilega skemmt enda ýmislegt sem bendir til þess að sjálfstæðismenn séu að "afsala sér" völdum í Reykjavík til pólitískt langrar framtíðar með þessum gjörningi.
Af þeim viðtölum, eldri og yngri, sem ég hef séð við Ólaf í fjölmiðlum þá virkar hann ekki stöðugur á svelli og það er fátt sem bendir til þess að hann eigi eftir að höndla hið eril- og áreitissama starf borgarstjóra. -Og, hver verður staða VÞV þá, einu til einu og hálfu ári fyrir kosningar?
Um bloggið
Þorsteinn Egilson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er algerlega sammála þér Þorsteinn. Það að Vilhjálmur Þ skuli ganga í þetta með einum manni án annarra kjörinna varamanna er algert glapræði. Ef Ólafur veikist (ekki endilega af sömu veiki og í fyrra) þá er nýja stjórnin fallin. Nú getur Ólafur ekki leyft sér þann lúxus að reka læknastofu og fara út um allt líkt og þegar Margrét leysti hann af með reglubundnum hætti, meira að segja þegar hann var ekki "veikur".
Ég tók einmitt eftir því að það voru ekki sérlega stolt andlit á bakvið Vilhjálm á fjölmiðlafundinum. Sammála þér í því. Það hlýtur að vera betur hugsandi fólk í xD en VÞV.
Sammála spá þinni. Það er útlit fyrir að xD verði að endurnýja sinn topp fyrir næstu kosningar, en ég sé ekki góðan kandidat þar enn. Gott fólk er oft hljótt þannig að kannski rætist úr því.
Svanur Sigurbjörnsson, 22.1.2008 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.