18.1.2008 | 00:58
Margir sárir -en hvað svo?
Það hefur ekki farið framhjá neinum að skipan (að eigin vali!) Árna Matthiesen hestamanni á nafna mínum Davíðssyni í starf héraðsdómara í Norðausturkjördæmi hefur komið mörgu sómamenninu í uppnám. Ekki sízt hafa bloggheimar hreinlega logað. Persónulega finnst mér skondið að Árni skuli gangast við meintu mati sínu á því að Þorsteinn hafi verið hæfastur umsækjenda þegar fyrir liggur hæfisröðun þar til gerðrar nefndar sem fjallar um hæfi umsækjenda, fyrr má nú aldeilis hafa trú á eigin dómgreind og þekkingu á innviðum lögspekinnar. Eflaust á arfleifð bókmenntanna einhversstaðar til lýsingar á sams konar persónuleika þó ég í fáfræði minni geti ekki til þess vitnað.
Ekki hef ég orðið annars var en að þeir sem taka þetta mál sárast til sín eru heilgrónir sjálfstæðismenn, hvort sem þeir nú eru lögspekingar, guðspekingar eða annars konar spekingar yfirleitt. Þeim virðist hvað mest misboðið. Og miðað við umræðuna og alla þá hneykslan sem birzt hefur um þennan gjörning "égræðherra" þá er útilokað annað en að menn láti á þetta reyna fyrir dómstólum.
Vegna þess hve menn eru sárir og reyðir Árna (eða Birni, þeir sem hugsa lengra) þá er sjálfgefið að tímasetja málafærzluna þannig að dómur falli ekki alltof mörgum vikum fyrir prófkjör hjá xD og koma þannig í veg fyrir að pólitískt skammtímaminni kjósenda firni umræðuna.
Vonandi verður málsóknin samt ekki dómtekin í norðausturrétti en eðli málsins samkvæmt þá endar hún -tímabundið alla vega - hjá Hæstarétti og þá hlakka ég mest af öllu til að lesa sératkvæði Barkar og Jóns Steinars.
Um bloggið
Þorsteinn Egilson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.