16.6.2007 | 14:10
Gæðagripurinn Aron frá Strandarhöfði
Á LM 2002 voru fjórir 4v stóðhestar sem vöktu nokkra athygli, hver á sinn hátt. Allir voru hestarnir vel í umræðunni og fengu í kjölfarið margar allgóðar merar til sín.
Einn þessara hesta er Aron frá Strandarhöfði og síðsumars 2002 keypti ég einn hlut í hestinum, reyndar fyrir miklu meiri pening en ég hef nokkru sinni átt handbæran!!
Á Grund eru þegar til fjögur afkvæmi hans, hvert öðru gjörvilegra. og hryssan hér til hægri er Höfgi.
Nú í vor hafa nokkur trippi, 5v og 4v, undan Aroni verið sýnd í kynbótadómi. Óhætt er að segja að Aron byrjar vel. Öll þrjú 5v afkvæmi hans eru með fyrstu einkunn, meðaleinkunnir 8.17/8.25->8.22. Öll þessi trippi stórbættu sig milli ára.
Tíu 4v trippi undan Aroni komu til dóms, þar af átta í fullnaðardóm. Meðaleinkunnir þeirra eru 7.95/7.95->7.95 en hópurinnn er nokkuð fjölbreyttur en tvö af þessum trippum eru með 8.45 fyrir hæfileika sem er auðvitað frábært.
Fjögur trippanna hafa 8.5 eða meira fyrir háls, fimm þeirra hafa 8.5 eða meira fyrir tölt og sex af þeim hafa 8 eða meira fyrir skeið.
Ef allrar sanngirni er gætt þá verður ekki annað sagt en að Aron stendur vel undir væntingum og jafnvel má reikna dæmið þannig að þetta "hafi borgað sig"
Tíu 4v trippi undan Aroni komu til dóms, þar af átta í fullnaðardóm. Meðaleinkunnir þeirra eru 7.95/7.95->7.95 en hópurinnn er nokkuð fjölbreyttur en tvö af þessum trippum eru með 8.45 fyrir hæfileika sem er auðvitað frábært.
Fjögur trippanna hafa 8.5 eða meira fyrir háls, fimm þeirra hafa 8.5 eða meira fyrir tölt og sex af þeim hafa 8 eða meira fyrir skeið.
Ef allrar sanngirni er gætt þá verður ekki annað sagt en að Aron stendur vel undir væntingum og jafnvel má reikna dæmið þannig að þetta "hafi borgað sig"
Um bloggið
Þorsteinn Egilson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.