7.5.2007 | 10:03
Framsóknarmennska
Nokkrir minna beztu vina eru framsóknarmenn, án þess að ég skilji hvers vegna. Allir framsóknarmenn sem ég þekki eru einstaklega gott fólk. Hér er komin dílemma því margt í stjórnarathöfnum flokksins stangast á við almenna reynzlu mína af framsóknarmönnum.
Ég hef raunar í mörg ár reynt að átta mig á tilgangi flokksins í íslenzkri pólitík. Niðurstaðan er tilfinningalegs eðlis og segir mér að flokkurinn sé tímaskekkja, enda virðast flestir bændur t.d. sjá hag sínum bezt borgið með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Af framsóknarmönnum eru
NOKKRIR (10% ?) sem aðhyllast frjálshyggju, kapítalisma og sérhyggju og gera því bezt í að kjósa xD
FÁIR (5% ?) sem vilja tafarlaust afnám kvótakerfisins. xF
MARGIR (20% ?) sem aðhyllast íhaldssama umhverfisstefnu. xV eða xI
LANGFLESTIR eins og ég, frjálslyndir og umburðarlyndir jafnaðarmenn og umhverfissinnar með framsækni að leiðarljósi.
Í lokin vil ég svo ítreka að ofangreind niðurstaða er tilfinningalegs eðlis og byggir ekki á félagsvísindalegum (og enn síður á raunvísindalegum) tilraunum. Einnig er hún vafalítið lituð af þeim trúarbragðaeinkennum sem mengar íslenzka pólitík. Hvernig á annars að túlka auglýsingar flokkanna nú í aðdraganda kosninga til Alþingis.
Um bloggið
Þorsteinn Egilson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.